Beint í efni

Við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður með góða vinnustaðamenningu

Við leggjum mikinn metnað í að skapa gott vinnuumhverfi fyrir starfsfólk okkar og stuðla að góðri vinnustaðamenningu og erum afar stolt af 90% starfsánægju meðal starfshópsins (skv.alþjóðlegri könnun 2022).

Sökum sérhæfðrar starfsemi fyrirtækisins er flest starfsfólk með menntun sem starfið krefst, hvort sem er á sviði iðn-, tækni- eða háskólamenntunar eða tengt vinnuvélaréttindum og meiraprófi. Metnaður er lagður í að viðhalda þeirri miklu þekkingu og reynslu sem býr hjá starfsfólki og yfirfærslu þekkingar.

Vinnustaðurinn

Fólkið okkar

Starfsfólk hjá móður- og dótturfélögum er hátt í 200 talsins. Við erum fjölþjóðlegur vinnustaður og fögnum fjölbreytileikanum, ólíkri menningu og bakgrunni.

Við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður sem tryggir góð starfsskilyrði og möguleika til starfsþróunar. Starfsmannahópurinn er á breiðu aldursbili, en lögð er mikil áhersla á jafnrétti og er hvers konar mismunum óheimil.

Samsteypan er fyrir fróðleiksfúsa

Fræðsluefni við allra hæfi

Við styðjum við bakið á fróðleiksfúsum starfsmönnum og starfrækjum fræðslukerfið Samsteypuna til að halda utan um stafrænt fræðsluefni fyrir starfsfólk. Þar geta allir fundið fræðsluefni við sitt hæfi, hvort sem er til að auka færni í starfi eða til að bæta margvíslega þekkingu og hæfni. Áður en nýtt starfsfólk kemur til starfa þarf það undantekningarlaust að ljúka nýliðafræðslu og öryggisþjálfun. Starfsfólk af erlendum uppruna fær aðgang að smáforritinu „Bara Tala“ sem er hugsað sem hluti af íslenskunámi.

Með öflugri fræðslustefnu, hvatningu til símenntunar og endurmenntun viljum við stuðla að aukinni verðmætasköpun ásamt því að skapa umgjörð svo starfsfólk geti aukið við þekkingu sína og hæfni.

Góður matur er hluti af deginum

Næringaríkur og góður hádegismatur

Það er mikilvægt að næra sig vel og leggjum við metnað í að borða hollan, næringarríkan og góðan mat í hádeginu. Allt starfsfólk hefur kost á því að borða hádegismat sér að kostnaðarlausu, fyrir utan hlunnindaskatt.

Kaffimenning skipar mikilvægan sess hjá starfshópnum og er því alltaf stutt í kaffikönnuna og gott meðlæti með.

Skemmtun og gleði

Öflugt starfsmannafélag

Starfsmannafélagið heldur úti öflugu skemmtanastarfi með margvíslegum uppákomum og viðburðum yfir árið. Þar á meðal er nefna grillveisla, keilukvöld, golfmót og skemmtikvöld. Lögð er áhersla á fjölskylduvænar skemmtanir með vinnufélögum.

Okkur þykir líka svakalega gaman að hafa skemmtilegar keppnir milli deilda, starfsmanna eða fyrirtækja og nýtum hvert tækifæri til að keppa um hina fjölmörgu farandsbikara í húsinu á borð við Bleikasta deildin, Jóladeildin, Fantasý fótboltameistarinn, Golfmeistarinn og svo mætti lengi telja.

Heilbrigði í sál og líkama

Heilsueflandi vinnustaður

Starfað er eftir heilsustefnu sem stuðlar að líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu. Heilbrigði á sál og líkama eru höfð að leiðarljósi í allri vinnu hjá fyrirtækinu og skilningur er á að góð heilsa sé ein aðalforsenda þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu. Starfsfólk er hvatt til þátttöku í heilsueflingu fyrirtækisins, að huga að heilbrigðu líferni og leggja rækt við eigin heilsu.

Starfsfólk fær íþróttastyrk til að greiða niður kostnað við hreyfingu og íþróttaástundun. 

Við erum í samstarfi við Heilsuvernd, viðurkenndan þjónustuaðila á sviði heilsu- og vinnuverndar hjá Vinnueftirliti Ríkisins.

Viltu sækja um starf!

Við erum alltaf með augun opin fyrir hæfileikaríku fólki sem vill starfa með okkur að því að gera mannvirkjagerð á Íslandi umhverfisvænni. Ef þú vilt slást í hópinn hvetjum við þig til að senda inn starfsumsókn.

Öll laus störf eru auglýst á starfasíðu Alfreðs en einnig er hægt að senda okkur almenna umsókn.