Hlutverk okkar
Hlutverk Hornsteins
Hlutverk Hornsteins er að styðja við verðmætasköpun, skapa ný tækifæri fyrir dótturfélögin ásamt því að stýra fjárfestingum og umsýslu fjármála.
Þá veitir Hornsteinn dótturfélögunum stoðþjónustu á sviði fjármála, mannauðsmála, umhverfis- og gæðamála, upplýsingatækni, markaðsmála, öryggismála og innkaupa.


Gildin okkar
Gildi Hornsteins
Gildi Hornsteins, BM Vallár og Björgunar-Sements eiga það sameiginlegt að styðja við stefnu fyrirtækisins. Þeim er einnig ætlað að leiðbeina starfsfólki í starfi og varpa ljósi á það sem fyrirtækið stendur fyrir.
Styrkur: Við byggjum á samvinnu, áræðni og metnaði.
Framsýni: Við erum framsýn og höfum ávallt nýsköpun, sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi.
Áreiðanleiki: Við erum áreiðanleg og vitum að þekking og reynsla mótar framtíð okkar.