Stjórnskipulag Hornsteins
og dótturfyrirtækja
Eignarhaldsfélagið Hornsteinn sinnir almennri stjórnun á samstæðunni, samræmingu og umsjón með starfsemi dótturfélaga, þar með talið fjármál, bókhald, reikningagerð, gæða- og öryggismál, innkaup, mannauðsmál, umhverfismál, rekstur tölvumála og markaðsmál.
Dótturfélögin þrjú: BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjan eru rekin sem stakar einingar og dagleg stjórnun hvers og eins er í höndum viðkomandi stjórnenda.
Daglegur rekstur byggist á því að nýta sameiginlega yfirbyggingu, styrk og þekkingu. Með þeim hætti náum við betri yfirsýn yfir byggingariðnaðinn, tækifæri og áskoranir sem nýtist dótturfélögunum sem best í ákvarðanatöku og rekstri.

