Beint í efni

Vistvænni mannvirkjagerð

Sjálfbærni að leiðarljósi

Auknar kröfur og áherslur í tengslum við vistvænni mannvirkjagerð verða sífellt meira áberandi. Þessum áherslum fögnum við og eru metnaðarfull markmið og aðgerðir í gangi hjá samstæðunni er snúa að umhverfismálum og vörum með lægra kolefnisspor.

Þar á meðal má nefna kolefnishlutlausa starfsemi BM Vallá fyrir árið 2030, vistvænna sement hjá Sementsverksmiðjunni og jarðefnagarður með áherslu á hringrásarlausnir hjá Björgun.

Hlutverk Hornsteins er m.a. að styðja við verðmætasköpun og ný tækifæri fyrir dótturfélögin. Hjá Hornsteini er einnig markvisst unnið að nýsköpun í samstarfi við hvert og eitt dótturfélag. Rauði þráðurinn í þeirri vinnu er umhverfismál og sjálfbærni og tekur öll stefnumótun mið að þeim áherslum.

Vistvænni steypa

Steypa með lægra kolefnisspor

Metnaðarfull markmið BM Vallár um kolefnishlutleysi í starfseminni árið 2030 hefur kallað á markvissar aðgerðir, vöruþróun og nýsköpun.

Þar sem sementshlutinn er 85-90% af heildarlosun CO2 í starfsemi fyrirtækisins er það því forgangsmál að bjóða fram nýjar tegundir steypu sem eru með umhverfisvænna sementi. Nú þegar getur BM Vallá boðið upp á Berglindi, vistvænni steypu, sem er með 40% minna kolefnisspor en hefðbundin steypa á markaði.

Vistvænna sement

Kolefnisföngun sementsbirgja


Sementsbirgi Sementsverksmiðjunnar, Heidelberg Materials Sement Norge AS, reisir kolefnisföngunarstöð í Brevik í Noregi. Áætlað er að stöðin verði fullbúin árið 2024 og verði afkastageta hennar um 400 þúsund CO2 tonn á ári, sem samsvarar u.þ.b. 50% af útblæstri verksmiðjunnar.

Þar af leiðandi mun kolefnisspor sements frá Sementsverksmiðjunni lækka enn frekar samanborið við sambærilegt sement á markaði.

Starfsemin er tengd við Heimsmarkmið SÞ

Sjálfbærnistefna

Sjálfbærnistefna okkar er lýsandi fyrir áherslurnar í samfélagslegri ábyrgð og tekur stefnan mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í tengslum við umhverfisleg-, félagsleg- og stjórnháttaviðmið. 

Hornsteinn, og dótturfélög, hefur sett fimm heimsmarkmið í forgang sem eru í takt við stefnumörkun fyrirtækisins: Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbygging, Sjálfbærar borgir og samfélög, Ábyrg neysla og framleiðsla og Aðgerðir í loftslagsmálum.

Allt sem við gerum hefur áhrif

Þverfaglegt samstarf og samtal


Við viljum stuðla að þverfaglegu samstarfi og faglegu samtali við helstu hagaðila í mannvirkjagerð hérlendis og erlendis. Þannig leggjum við okkur fram um að taka þátt í viðburðum og öðrum vettvöngum sem er ætlað að hreyfa við ákvörðunaraðilum, hönnuðum og öðrum samstarfsaðilum sem vilja gera mannvirkjagerð vistvænni.

Samstarf til að auka sjálfbærni

Við erum þátttakendur og samstarfsaðilar ýmissa félagasamtaka sem hafa það sameiginlegt að vilja efla þekkingu og stuðla að meiri sjálf­bærni hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum.

Uppbygging jarðefnagarðs

Hringrásartengd starfsemi

Áherslur Björgunar miða að sjálfbærri nýtingu jarðefna og að ekkert fari til spillis við vinnslu steinefna úr landi og sjó.

Stefnt er að uppbyggingu nýs jarðefnagarðs hjá Björgun þar sem áherslan verður á að efla endurvinnslu, auka nýtingu náttúruauðlinda og draga úr sóun.