Stefnur og áherslur
í starfseminni
Stefnur Hornsteins og dótturfélaga eru í grunninn þær sömu, en hafa verið aðlagaðar að starfsemi og áherslum hvers og eins þegar það á við.
Hægt er að skoða einstaka stefnur dótturfélaga á vefsíðum þeirra.
Fjölbreytt liðsheild
Mannauðsstefna
Mannauðsstefnan endurspeglar vilja fyrirtækisins til að vera eftirsóttur vinnustaður sem byggir á sterkri sögu. Stefnunni er ætlað að tryggja starfsmönnum sem bestu starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna. Mikil áhersla er lögð á faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis.


Jöfn laun fyrir sömu störf
Jafnlaunastefna og jafnlaunavottun
Markmið Hornsteins, og dótturfélaga, er að tryggja öllu starfsfólki jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sé til staðar. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.
Hornsteinn og dótturfélög greiða laun í samræmi við gildandi kjarasamninga. Launaákvarðanir skulu byggðar á málefnalegum forsendum, í samræmi við samninga og starfslýsingar sem skulu vera til fyrir öll störf, ásamt því að vera skjalfestar, rökstuddar, rekjanlegar og undirritaðar af ábyrgðaraðilum.
Gæðamál eru alltumlykjandi
Gæðastefna
Til að halda í heiðri gæðastöðlum og viðhalda góðri stöðu í gæðamálum hefur Hornsteinn og dótturfélög sett sér eftirfarandi gæðastefnu.


Sjálfbærniáherslur í takt við heimsmarkmið SÞ
Sjálfbærnistefna
Sjálfbærnistefnan er lýsandi fyrir áherslurnar í samfélagslegri ábyrgð og tekur stefnan mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í tengslum við umhverfisleg-, félagsleg- og stjórnháttaviðmið.
Fimm heimsmarkmið hafa verið sett í forgang sem eru í takt við stefnumörkun fyrirtækisins, en það eru heimsmarkmiðin: Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbygging, Sjálfbærar borgir og samfélög, Ábyrg neysla og framleiðsla og Aðgerðir í loftslagsmálum.
Meðferð persónugreinanlegra gagna
Persónuverndarstefna
Hornsteinn og dótturfélög leggja áherslu á að vernda bæði friðhelgi starfsfólks í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og að gætt sé að réttindum starfsmanna til að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar eru unnar um þá og í hvaða tilgangi.


Allir heilir heim eftir vinnudag
Öryggis- og heilsustefna
Til að stuðla að auknu vinnuöryggi og heilsuvernd starfsfólks hefur sett sér markmið og reglur skv.stjórnkerfi IST ISO 45001:2018 og bætt þeim við rekstrarhandbók fyrirtækisins.
Ábyrg innkaup
Innkaupastefna
Innkaupastefna Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf og dótturfélaga leggur áherslu á ábyrg og hagkvæm innkaup, þau stuðli að gagnsæi, byggi á siðferðislegum viðmiðum og styðji við gæða- og sjálfbærnistefnu félaganna.


Helstu reglur og viðmið í stjórnarháttum
Stjórnarhættir
Stjórnhátta- og hlítnireglur gilda fyrir allt starfsfólk og ná m.a. til mannréttindamála, varna gegn peningaþvætti, samfélags- og umhverfisáherslna, auk siðareglna starfsfólks og birgja. Starfsfólk fær leiðbeiningar og þjálfun til að forðast hagsmunaárekstra og spillingu, ásamt fræðslu um stjórnarhætti, samkeppnislög og ábyrgð. Starfsfólk er hvatt til að tilkynna um brot á siðareglum, og er verklag við slíkar tilkynningar aðgengilegt öllum í gegnum SpeakUp upplýsingargáttina.