Beint í efni

Hornsteinn í íslenskum byggingariðnaði

Við ætlum okkur að gera mannvirkjagerð á Íslandi umhverfisvænni þar sem gæði, ending og sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.

hero-image

Starfsemi og dótturfélög

Þekking, reynsla og gæði

Eignarhaldsfélagið Hornsteinn er móðurfélag þriggja dótturfélaga: BM Vallár, Sementsverksmiðjunnar og Björgunar, sem öll eiga sér rótgróna sögu á Íslandi. Þau byggja starfsemi sína á sterkri gæða- og þjónustuvitund enda mynda þau saman hornstein í íslenskum byggingariðnaði þar sem miklar kröfur eru gerðar til gæða og endingar.

Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og er markvisst unnið að lausnum sem hafa jákvæðari umhverfisáhrif. 

Sameiginleg yfirbygging

Stjórnskipulag samstæðunnar

Dótturfélögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjan eru hvert um sig rekin sem stakar einingar og er dagleg stjórnun þeirra í höndum viðkomandi stjórnenda. Móðurfélagið Hornsteinn sinnir almennri stjórnun á samstæðunni, samræmingu og umsjón með starfsemi dótturfélaga, þar með talið fjármál, bókhald, reikningagerð, gæða- og öryggismál, innkaup, mannauðsmál, umhverfismál, upplýsingatækni og markaðsmál.

Daglegur rekstur byggist á því að nýta sameiginlega yfirbyggingu, styrk og þekkingu til að ná yfirsýn yfir byggingariðnaðinn, tækifæri og áskoranir sem nýtist sem best til ákvarðanatöku og rekstrar.

Vistvænni mannvirkjagerð

Umhverfisvænni lausnir

Byggingariðnaðurinn hefur ekki farið varhluta af kröfum og áherslum varðandi lausnir sem eru með jákvæðari umhverfisáhrif og lægra kolefnisspor.

Þeim áherslum fagnar Hornsteinn og eru metnaðarfullar aðgerðir og áætlanir hjá samstæðunni er snúa að umhverfismálum. Þar á meðal má nefna kolefnishlutlausa starfsemi BM Vallár fyrir árið 2030, vistvænna sement hjá Sementsverksmiðjunni og jarðefnagarður með áherslu á hringrásarlausnir hjá Björgun.