Stjórn og eigendur
Eignarhaldsfélagið Hornsteinn er í eigu íslenskra fjárfesta, ásamt því að vera dótturfélag Heidelberg Materials, sem starfar í byggingar- og jarðefnaiðnaði á heimsvísu.
Í stjórn Hornsteins sitja Giv K. Brantenberg stjórnarformaður, Jan Gange, Sigurður Magnús Magnússon og Hrólfur Ölvisson. Varamenn eru Thea Stene og Þorsteinn Vilhelmsson.

Stjórnskipulag samstæðunnar
Dótturfélögin þrjú: BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjan, eru rekin sem stakar einingar og dagleg stjórnun hvers og eins er í höndum viðkomandi stjórnenda.
Móðurfélagið Hornsteinn sinnir almennri stjórnun á samstæðunni, samræmingu og umsjón með starfsemi dótturfélaga, þar með talið fjármál, bókhald, reikningagerð, gæða- og öryggismál, innkaup, mannauðsmál, umhverfismál, upplýsingatækni og markaðsmál.