Hornsteinn í íslenskum byggingariðnaði
Dótturfélög Hornsteins eru fyrirtækin BM Vallá og Björgun-Sement. Þau byggja starfsemi sína á sterkri gæða- og þjónustuvitund enda mynda þau saman hornstein í íslenskum byggingariðnaði þar sem miklar kröfur eru gerðar til gæða og endingar.
Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og er markvisst unnið að lausnum sem hafa jákvæðari umhverfisáhrif.
Reykjavík | Akranes | Akureyri
BM Vallá
Dótturfélagið BM Vallá á sér hátt í 70 ára sögu og gegnir fyrirtækið forystuhlutverki í framleiðslu á steypu, hellum og múrvörum fyrir byggingariðnaðinn. Framleiðslan byggir á þekkingu, reynslu og gæðum sem endast og standast ströngustu kröfur við íslenskar aðstæður.
Umhverfismál, sjálfbærni og vistvænni lausnir skipa mikilvægan sess í starfseminni. BM Vallá hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins og stefnir á kolefnishlutleysi 2030. Fyrirtækið hefur hlotið tvær viðurkenningar á sviði umhverfismála og hlaut Kuðunginn 2024 og var valið Umhverfisfyrirtæki ársins 2024.


Álfsnesvík | Lambafell | Akranes
Björgun-Sement
Þann 1.september 2025 sameinuðust Björgun og Sementsverksmiðjan undir nýju nafni: Björgun-Sement og markar sameiningin upphaf nýs kafla í starfsemi félagsins.
Björgun-Sement framleiðir hágæða steinefni úr námum á sjó og landi og flytur inn sement fyrir íslenskan byggingariðnað. Fyrirtækið sinnir einnig hafnardýpkunum og dælingu sjávarefna ásamt því að starfrækja námuvinnslu í landi. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru í Álfsnesvík og á Akranesi auk þess sem félagið rekur tvö dæluskip, Sóley og Álfsnes.
Með ströngum gæðaviðmiðum, vottuðum umhverfisyfirlýsingum, lágmörkun kolefnisspors og vottuð stjórnkerfi tryggir Björgun-Sement áreiðanleg steinefni og sement fyrir sjálfbærari mannvirki framtíðarinnar.
