Hornsteinn í íslenskum byggingariðnaði
Dótturfélög Hornsteins eru þrjú: BM Vallá, Sementsverksmiðjan og Björgun. Þau byggja starfsemi sína á sterkri gæða- og þjónustuvitund enda mynda þau saman hornstein í íslenskum byggingariðnaði þar sem miklar kröfur eru gerðar til gæða og endingar íslenskra mannvirkja.
Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og er markvisst unnið að lausnum sem hafa jákvæðari umhverfisáhrif.
Reykjavík | Akranes | Akureyri | Reyðarfjörður
BM Vallá
Dótturfélagið BM Vallá á sér hátt í 70 ára sögu og gegnir fyrirtækið forystuhlutverki í framleiðslu á steypu, hellum og múrvörum fyrir byggingariðnaðinn. Framleiðslan byggir á þekkingu, reynslu og gæðum sem endast og standast ströngustu kröfur við íslenskar aðstæður.
Umhverfismál, sjálfbærni og vistvænni lausnir skipa mikilvægan sess í starfseminni og hefur BM Vallá sett sér það metnaðarfulla markmið að verða umhverfisvænsti steypuframleiðandi landsins. Þá er stefnt á að starfsemi og steypuframleiðslan verði kolefnishlutlaus árið 2030.


Álfsnesvík | Lambafell
Björgun
Dótturfélagið Björgun framleiðir steinefni fyrir mannvirkjagerð, sér um dýpkunarframkvæmdir og dælingu malarefna úr sjó með sérútbúnum dæluskipum. Þá starfrækir Björgun námuvinnslu steinefna úr landi og sjó og sinnir efnissölu til mannvirkjagerðar.
Steinefni frá Björgun sem eru notuð til steinsteypu- og malbiksgerðar eru CE merkt og uppfylla skilyrði um endursölu á steinefnum samkvæmt kröfum Evrópusambandsins.
Hringrásarhugsun er leiðarljósið í starfsemi nýs jarðefnagarðs sem stefnt er að rísi í Álfsnesvík.
Akranes
Sementsverksmiðjan
Dótturfélagið Sementsverksmiðjan flytur inn hágæða sement frá norska framleiðandanum Heidelberg Materials Sement Norge. Sementið er flutt til landsins með skipi og er því síðan dælt upp í sementstanka.
Mikið er lagt upp úr gæðamálum, að sementið uppfylli strangar gæðakröfur ásamt því að bjóða upp á vistvænna sement.
